Önnur þáttaröðin í bandarísku þáttunum Spilaborgin (House of Cards) er kominn á Netflix. Þættirnir birtust í morgun og geta áskrifendur af veitunni horft á alla þáttaröðina strax.

Fjallað var um þættinga í sérblaði Eftir vinnu í haust. Þar sagði m.a.

Bandaríska Spilaborgin á sér fyrirmynd í breskum þáttum undir sama nafni. Breska ríkisútvarpið,BBC, framleiddi þrjár þáttaraðir af þeim, House of Cards, To Play the King ogFinal Cut, á árunum 1990 til 1996.Þeir voru sýndirí íslenska Ríkissjónvarpinu á sínum tíma. Þeir eru byggðir á bókum Michaels Dobbs sem var skrifstofustjóri hjá Íhaldsflokknum.

Þann 18. nóvember 1990, tveimur dögum áður en kosið var um leiðtoga Íhaldsflokksins eftir að Margrét Thatcher fékk mótframboð frá Michael Heseltine, var fyrsti þátturinn sýndur. Í þættinum segir Thatcher af sér og nýr leiðtogi er kosinn. Án efa veikti þátturinn Thatcher (höfundur hélt þessu m.a. sjálfur fram) og hafði áhrif á hina raunverulegu niðurstöðu. Thatcher vann fyrri hluta kosningarinnar með 204 atkvæðum gegn 152 atkvæðum Heseltine. En hún mat stöðuna þannig að ekki væri útilokað að hún myndi tapa í seinniumferðinni og því sagði hún af sér sem leiðtogi breska Íhaldsflokksins og forsætisráðherra.