Eins og Viðskiptablaðið greindi frá fyrir stundu fóru fram viðskipti með bréf í Kaupþing að andvirði tæplega 6 milljarða fyrir tæplega klukkustund.

Fyrir rúmlega 10 mínútum fóru fram önnur stór viðskipti með bréf í Kaupþing eða að andvirði 3.750 þúsund.

Um er að ræða 5 milljón hluti á genginu 750 sem er nokkuð undir meðalgangi félagsins í dag sem er nú 777. Er því ekki ólíklegt að um framvirkan samning sé að ræða þó ekkert slíkt hafi fengist staðfest.

Velta mér bréf í Kaupþing er nú um 10,3 milljarðar sem er um 60% allrar veltu með hlutabréf í Kauphöllinni í dag en veltan er nú um 16,4 milljarðar.

Kaupþing hefur lækkað um 0,4% í Kauphöllinni í dag.