Vikan sem nú er að líða er önnur versta vikan í Kauphöll Íslands frá upphafi. Hlutabréf í Kauphöllinni lækkuðu um 8,7% í vikunni og leita þarf aftur til loka október 2004 til að finna meiri lækkun, en þá lækkaði Úrvalsvísitalan um 11,9% á einni viku.

Í dag lækkaði Úrvalsvísitalan um 1,4% í 14,3 milljarða króna veltu.