Björgólfur Jóhannsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, sagði á aðalfundi LÍÚ í gær að vaxtastefna Seðlabanka Íslands hefði ekki náð þeim verðbólgumarkmiðum sem stefnt væri að. Það sýndi í raun hve vanmáttugt tæki hún væri. Hann sagði enn fremur að biðin væri orðin ansi löng eftir margboðuðu vaxtalækkunarferli Seðlabanka Íslands. "Biðlund okkar er á þrotum," sagði hann.

Björgólfur kom víða við í ræðu sinni og nánar er fjallað um hana í Viðskiptablaðinu.