OPEC samtökin, samtök olíu-útflutningsríkja hafi lækkað framleiðslu-samdráttar-spá á olíu sína fyrir ríkin sem standa utan samtakanna. Á sama tíma áætla samtökin að auka við framleiðsluna.

Samkvæmt skýrslu samtakana fyrir febrúar áætla samtökin að framleiðsla ríkja utan OPEC muni dragast saman um 700 þúsund tunnur á dag fyrir lok þessa árs. Spá samtakanna frá því í janúar gerði ráð fyrir því að ríkin utan OPEC myndu dragar úr framleiðslunni sem nemur 740 þúsund tunnum á dag á sama tíma.

Fjöldi ríkja utan OPEC hafa átt í erfileikum með að ná upp í framleiðslukostnað eftir mikla lækkun olíuverðs. Fjöldi olíufyrirtækja hafa þurft að draga verulega úr kostnaði og fjárfestingum. OPEC ríkin hafa hafnað að draga úr framleiðslu og með því hafa samtökin haldið olíuverði niðri. Olíuverðið hefur þó haft mjög slæm áhrif á fjölda ríkja innan OPEC sem treysta á tekjur af olíusölu, s.s. Sádí-Arabíu og sérstaklega Venesúela.