Verð á Brent hráolíu hefur hækkað um tæplega 5% það sem af er degi eftir að samtök olíuframleiðsluríkja, OPEC samþykktu að draga úr framleiðslu sem nemur 1,2 milljónum á dag. Samtökin hafa fundað í Vínarborg í Austurríki síðustu tvo daga. Þetta kemur fram í frétt Financial Times .

Ákvörðunin kemur ekki ýkja mikið á óvart þar sem olíuverð hefur lækkað um rúm 30% frá því það náði árshámarki sínu í byrjun október. Verð á Brent hráolíu stendur nú í um 63 dollurum á tunnuna og er á svipuðum slóðum og það var í byrjun árs.