OPEC ríkin hækkuðu framleiðsluhámark samtakanna á olíu úr 30 milljón tunna á dag í 31,5 milljón tunna á dag. Ákvörðunin kom töluvert á óvart en frekar hafði verið búist við því að OPEC myndi draga úr framleiðslu, en ríki innan samtakanna hafa undanfarna daga beitt Sádí-Arabíu töluverðum þrýstingi til að lækka framleiðsluhámarkið.

Fyrir fundinn haðfi olíuverð hefur ekki verið lægra í um sex ár, framleiðsla er töluvert umfram eftirspurn og birgðasöfnun helstu olíuríkja er orðin gríðarleg. Þetta hefur haft neikvæð áhrif á efnahag þeirra landa sem reiða sig á olíuútflutning, s.s. Venúsúela.

Heimsmarkaðsverð á olíu, (Brent hráolíu) lækkaði mest í viðskiptum dagins um 3,6% en hefur jafnað sig örlítið og hefur nú lækkað um 2,4%.