OPEC, samtök olíuframleiðsluríkja, sögðu frá því á fundi sínum í Vínarborg í gær, að það hyggðist ekki breyta framleiðslukvótum. Munu því ríkin áfram geta framleitt samtals 25,8 milljónir tunna á dag. Sögðu olíumálaráðherrar OPEC að engin ástæða væri fyrir því að minnka olíuframleiðsluna sökum þess að ákveðið jafnvægi hefði myndast á markaðnum.

Ákvörðun OPEC í desember að minnka olíuframleiðsluna um 1,7 milljónir tunna hefur átt sinn þátt í því að hækka olíuverð úr 50 dollurum á tunnu upp í rúmlega 60 dollara um þessar mundir.