Opec sér ekki fram á að verð á olíutunnu muni fara yfir 100 dali aftur á næsta áratug, en þetta kemur fram í nýrri skýrslu samtakanna sem Wall Street Journal greinir frá.

Í skýrslunni er gert ráð fyrir að olíutunnan muni í mesta lagi kosta um 76 dali árið 2025, og endurspeglar það áhyggjur samtakanna um að bandarískir samkeppnisaðilar muni þrauka í gegnum lágt olíuverð án þess að draga of mikið úr framleiðslunni.

Opec hefur að undanförnu reynt að eiga við lækkandi olíuverð, en samtökin hafa hingað til ekki viljað draga úr framleiðslu meðal aðildarríkjanna. Reynist efni þessarar nýju skýrslu hins vegar rétt gætu þau neyðst til þess.

Nánar á vef Wall Street Journal.