Olíuráðherra Nígeríu, Edmund Daukoru, segir að áður en rætt verði um frekari  minnkun á olíuframleiðslu ættu OPEC-ríkin að koma í framkvæmd að fullu síðustu framleiðsluminnkun, sem hljóðaði upp á 1,7 milljón hráolíuföt á dag, segir í frétt Dow Jones.

Samtökin hafa lýst yfir áhyggjun vegna þess að olíufatið hefur lækkað um 10% það sem af er árinu og tilkynntu í desember áætlanir um að skerða framleiðsluna um 500 þúsund olíuföt á dag, til viðbótar við fyrri áform.