Olíuverð hefur undanfarna daga rokkað á bilinu 52 til 54 dollarar tunnan, en óvissa ríkir um framhaldið. Fyrir skömmu samþykktu ríki olíuframleiðsluríkja innan OPEC að slá markmiðum sínum á frest um að ná olíuverðinu upp í 75 dollara tunnuna. Þau muni því ekki draga frekar úr olíuframleiðslu þar sem það gæti haft neikvæð áhrif og myndi hægja á efnahagsbatanum um allan um.

Verðhækkunarmarkmiðum OPEC verður slegið á frest í að minnsta kosti fram á árið 2010. Er þessi ákvörðun sögð mikil umskipti á stefnu OPEC ríkja sem framleiða um 40% af allri olíu í heiminum. Olíuverði féll um tvo dollara í kjölfarið en hefur síðan verið á flökti í kringum 52 til 54 dollara tunnan.