Forseti OPEC samtakanna segir að líklegt sé að aðildarríki samtakanna muni skerða framleiðslu sína enn frekar, en hversu mikið verður ákveðið á fundi samtakanna í Nígeríu síðar í mánuðinum, segir í frétt Dow Jones.

Olíuráðherra Venezúela, Rafael Ramirez, sagði í gær að samtökin gætu minnkað framleiðslu um 500 þúsund olíuföt á dag, og tók forseti OPEC, Edmund Daukoru, undir það, en hann er einnig forseti Nígeríu.

Daukoru segist ekki eiga von á því að framleiðsluþakið verði lækkað um minna en 500 þúsund olíuföt.

Olíuverð var í tveggja mánaða hámarki í gær, en nú gengur á olíubirgðir Bandaríkjanna og kólnandi loftslag veldur því aukin eftirspurn er eftir olíu til hitunar.

Eftir hádegi í dag hafði hráolíufatið lækkað um 72 sent og var komið niður í 62,41 Bandaríkjadali.