Samtök olíuútflutningsríkja (OPEC) hyggjast skoða frekar afleiðingarnar af lækkandi gengi Bandaríkjadals fyrir aðildarríki samtakanna á fundi sem haldin verður innan nokkura vikna. Ákvörðunin, sem var samþykkt í lok ráðstefnu OPEC í Sádi-Arabíu um helgina var tilraun til þess að miðla málum á meðal aðildarríkja um hvernig að bregðast við fallandi gengi dalsins.

Íran og Venesúela hvöttu OPEC til þess að hætta að selja olíu í skiptum fyrir Bandaríkjadali, en sú tillaga mætti mikilli andstöðu Sádi-Arabíu, stærsta olíuframleiðsluríkis heimsins. Stjórnmálaskýrendur segja að deilurnar endurspegli mismunandi skoðanir aðildarríkja OPEC sem eiga fátt annað sameiginlegt en olíuauðlindir sínar. Hugo Chavez, forseti Venesúela, flutti ræðu þar sem hann kallaði eftir "byltingarsinnaðri OPEC-samtökum", á sama tíma og konungur Sádi-Arabíu, Abdullah, hét því að stefna OPEC myndi einnig taka mið af hagsmunum alþjóðahagkerfisins.

Sjá nánari umfjöllun í erlendum fréttum Viðskiptablaðsins.