Íslenska óperan kynnti nýlega fjölbreytta vetrardagskrá sína og í tilefni þess verður Bjarni Daníelsson óperustjóri gestur Viðskiptaþáttarins í dag. Rætt verður við Bjarna um hið viðamikla starf sem fer fram á vegum óperunnar og rekstrarumhverfi hennar.

Að því loknu ætlum við að heyra nýjustu fréttir af olíumörkuðum en Magnús Ásgeirsson innkaupastjóri eldsneytis verður á línunni og segir frá nýjustu hræringum á olíumörkuðum.

Seinni hluta þáttarins ætlum við síðan að taka undir stöðu mála á hlutabréfamarkaðinum. Í þáttinn koma tveir sérfræðingar, þeir Markús Árnason hjá greiningardeild Landsbankans og Davíð Rúdolfsson hjá greiningardeild KB Banka. Óhætt er að segja að markaðurinn sé á fleygiferð og hefur hækkað um hvorki meira né minna en 110 % frá áramótum og fyrir síðustu helgi fór vísitalan yfir 3500 stig í fyrsta sinn. Allt um þetta í Viðskiptaþættinum.