*

miðvikudagur, 17. júlí 2019
Innlent 21. ágúst 2014 15:31

Opið golfmót til styrktar UNICEF

Oddi hyggst styrkja UNICEF um eina milljón ef golfari fer holu í höggi á 17. braut á Korpúlfsstaðavelli.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Opna Odda-mótið í golfi verður haldið á Korpúlfsstaðavelli Golfklúbbs Reykjavíkur sunnudaginn 24. ágúst. Mótið hefur verið haldið árlega um langt skeið en sú nýjung verður innleidd í ár að þriðjungur þátttökugjalda rennur til UNICEF og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.

Þar að auki hyggst Oddi styrkja UNICEF um eina milljón króna til viðbótar ef golfari fer holu í höggi á 17. braut. 

Í tilkynningu frá Odda segir að fyrirtækið haldi UNICEF-styrktarmótið í samstarfi við TM. Glæsileg verðlaun séu í boði fyrir þátttakendur og mótið sé opið almenningi. 

Nánari upplýsingar um mótið er hægt að sjá hér.

Stikkorð: TM Oddi Golf UNICEF
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is