Opna Odda-mótið í golfi verður haldið á Korpúlfsstaðavelli Golfklúbbs Reykjavíkur sunnudaginn 24. ágúst. Mótið hefur verið haldið árlega um langt skeið en sú nýjung verður innleidd í ár að þriðjungur þátttökugjalda rennur til UNICEF og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.

Þar að auki hyggst Oddi styrkja UNICEF um eina milljón króna til viðbótar ef golfari fer holu í höggi á 17. braut.

Í tilkynningu frá Odda segir að fyrirtækið haldi UNICEF-styrktarmótið í samstarfi við TM. Glæsileg verðlaun séu í boði fyrir þátttakendur og mótið sé opið almenningi.

Nánari upplýsingar um mótið er hægt að sjá hér.