Fjármálafyrirtækið GAMMA Capital Management hefur samið við Opin kerfi um útvistun á rekstri upplýsingatæknikerfa fyrirtækisins. Samningurinn felur í sér að Opin Kerfi mun sjá um rekstur allra miðlægra tölvukerfa og öryggislausna á sviði upplýsingatækni GAMMA. Opin kerfi mun jafnframt sjá um hýsingu allra gagna og kerfa, vefhýsingu, afritun, uppfærslur og endurnýjun á tölvu- og hugbúnaði. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Hýsingin á búnaði og gögnu GAMMA verður staðsett í gagnverri Verne Global í Keflavík. „Fjármálafyrirtækið GAMMA Capital Management hefur samið við Opin Kerfi um útvistun á rekstri upplýsingatæknikerfa fyrirtækisins. Samningurinn felur í sér að Opin Kerfi mun sjá um rekstur allra miðlægra tölvukerfa og öryggislausna á sviði upplýsingatækni GAMMA. Opin Kerfi mun jafnframt sjá um hýsingu allra gagna og kerfa, vefhýsingu, afritun, uppfærslur og endurnýjun á tölvu- og hugbúnaði,“ segir í tilkynningunni.

„GAMMA vinnur með viðkvæm fjármálagögn og því var það afar mikilvægt fyrir okkur að finna traustan og öruggan samstarfsaðila til að hýsa gögnin okkar og sjá um upplýsingatæknikerfi okkar. Við erum mjög ánægð með samstarfið við Opin Kerfi og vitum að sérfræðingar þeirra munu annast okkur vel“, segir Guðmundur Björnsson framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, fjármála og áhættustýringar hjá GAMMA.

„Við erum einstaklega ánægð með samstarfið og það traust sem GAMMA hefur sýnt okkur með þessum samningi. Opin Kerfi hefur áratuga reynslu að baki á sviði upplýsingatækni og hóp metnaðarfullra sérfræðinga sem mun reynast GAMMA góður stuðningur í uppbyggingu rekstrarumhverfis síns, segir Sigurgísli Melberg, framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs Opinna kerfa.