*

þriðjudagur, 19. október 2021
Innlent 15. júní 2016 08:39

Opin kerfi semja við Ríkiskaup

Ríkiskaup gerir rammasamning við Opin kerfi um rekstur og hýsingu tölvukerfa opinberra stofnana.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Opin kerfi hefur gert samning við Ríkiskaup um að sinna hýsingu og rekstur tölvukerfa opinberra stofnana.

Rammaamningurinn gildir í allt að sex ár, eða til ársins 2022, og var hann gerður eftir útboðsferli. Nú geta ríkisstofnanir því leitað beint til Opinna kerfa varðandi hýsingu og rekstur tölvukerfa sinna, sem nú geta veitt þeim heildarþjónustu á þessum sviðum sem viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili opinberra stofnana.

Stikkorð: Ríkiskaup Opin kerfi tölvukerfi