Tékkland er vinsæll áfangastaður Íslendinga og viðskiptaleg samskipti landanna hafa aukist verulega undanfarin ár. Íslendingar reka veitingahús í Prag og að minnsta kosti tvö hótel, auk annarrar starfsemi. Nýleg kaup Icelandair á Travel Service hafa enn frekar beint kastljósi Íslendinga að landinu.

Tékkland er iðnríki frá fornu fari og augljóst er að landið er í fararbroddi ríkja Austur-Evrópu. Þar eru þjóðartekjur nú 80% af meðaltali Evrópusambandslandanna og almennt talið svo að landið verði eitt það fyrsta, ef ekki fyrst, til að ganga inn í myntbandalag Evrópu. Væntingar heimamanna beinast að árinu 2012. Tomás Klápstì, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs hjá Patria Finance CF a.s. í Prag, hélt fyrirlestur yfir íslenskum fjárfestum og greiningaraðilum fyrir skömmu og benti á þær breytingar sem orðið hafa á tékkneskum efnahag en hann taldi að landið hefði enn margt að bjóða erlendum fjárfestum. Patria Finance er leiðandi aðili í miðlun í Tékklandi og umsvif samninga hans nema um það bil 450 milljörðum tékkneskra króna. Að sögn Tomásar er tékkneskur fjármálamarkaður að sækja verulega í sig veðrið, en erlendir aðilar hafa verið duglegir að fjárfesta í landinu. Patria Finance hóf starfsemi sína 1994 og er fyrsti fjárfestingabanki Tékklands. Bankinn hefur sérhæft sig í smáum félögum og félögum af millistærð, eða samningum á bilinu 5 til 100 milljónir evra.

Sjá úttekt Viðskiptablaðsins á Tékklandi.