Krisbjörg Edda Jóhannsdóttir forstjóri Kaffitárs segir miklar væringar vera á veitingamarkaði en tilkoma Costco hafi svo gerbreytt umhverfi matvörumarkaðar.

Fyrirtækið sé nú að finna sér farveg í breyttu umhverfi að því er fram kemur í Morgunblaðinu en spurð hverju hún mætti breyta á Íslandi ef hún fengi að ráða segir hún heilbrigða samkeppni alltaf vera til hagsbóta.

„Ég myndi vilja draga verulega úr umsvifum og áhrifum óskilvirkra opinberra hlutafélaga,“ segir Kristbjörg Edda. „Sum þessara félaga mætti hreinlega leggja niður, einkum þar sem opinber atvinnurekstur rýrir lífskjör okkar með því að standa í vegi fyrir heilbrigðri samkeppni.“