Nýr vefur um útboð á vegum hins opinbera, utbodsvefur.is, hefur verið opnaður. Fram kemur í frétt á vef fjármálaráðuneytisins að nýja vefnum sé ætlað að auðvelda aðgengi að upplýsingum um fyrirhuguð innkaup á vegum opinberra aðila með því að birta á einum stað auglýsingar um opinber útboð.

Á vefnum munu birtast auglýsingar og tilkynningar um fyrirhuguð innkaup opinberra aðilar sem falla undir lög og reglugerðir um opinber innkaup. Undir það flokkast innkaup ríkis, sveitarfélaga og veitufyrirtækja þegar fjárhæðir innkaupa eru yfir innlendum og erlendum útboðsmörkum.

Skoða má nýja vefinn hér.