Hörður Arnarson, forstjóri Marel sagði ótrúlegt að íslensk stjórnvöld væru að flýta ríkisframkvæmdum undir nafni mótvægisaðgerða á meðan stýrivextir væru eins háir og raun ber vitni.

Hann sagði að stýrivextir væru of háir hér á landi og sagði það í takt við þrönga túlkun á lögum um Seðlabankann.

Þá sagðist Hörður efast um verðbólgumarkmið Seðlabankans almennt. Hann sagði að einungis verðbólga, sem byggi á innlendri þenslu ætti að hafa áhrif á vaxtaákvarðanir.

Hörður segir stjórnvöld setja lög um Seðlabankann en vinna síðan sjálf eftir öðrum markmiðum sem væru úr takti við þau.

Hann sagði að ríki, sveitafélög og fyrirtæki í opinberri eigu ættu að fjármagna sig alfarið í íslenskri krónu. Hörður sagði það orka tvímælis að opinberir aðilar skuli fjármagna sig í með erlendum gjaldeyri þar sem íslenska krónan væri of dýr.

Að lokum sagði Hörður að reynsla Marel af því að starfa innan ESB væri jákvæð. Marel starfrækti nú 14 fyrirtæki í ESB og hefði gert í 10 ár. Hann sagði leikreglur einfaldar og sangjarnar.