Í árslok 2002 voru 136.000 launamenn á Íslandi samkvæmt Hagstofu Íslands, en hún sækir upplýsingar um stéttarfélagsaðild beint til stéttarfélaganna sjálfra. Félagsmenn stéttarfélaga voru 116.000 (85%) en 20.000 stóðu utan stéttarfélaga. Af 116.000 launamönnum í stéttarfélögum voru 65.000 í félögum innan vébanda ASÍ, 17.000 í öðrum stéttarfélögum og 34.000 í stéttarfélögum opinberra starfsmanna, þ.e. félögum innan BSRB, BHM og KÍ.

Skipting launamanna það ár var því þannig að 75% töldust til almenna markaðarins og 25% til opinbera vinnumarkaðarins.