Sú stofnun innan bandaríska alríkisins sem sér um innkaup fyrir aðrar stofnanir og ráðuneyti, GSA, leyfir opinberum starfsmönnum nú að óska eftir iPhone snjallsíma í stað Blackberry síma. Lengi vel voru Blackberry símar einu símarnir sem GSA keypti fyrir opinbera starfsmenn, en núna standa iPhone símar opnir þeim sem geta sýnt fram á að í þeim séu smáforrit sem auðvelda þeim vinnuna.

Er þetta enn eitt merkið um dvínandi áhrif og markaðshlutdeild Blackberry, sala á Blackberry-símum dróst saman um ein 45% á síðasta ársfjórðungi, að því er segir í frétt Bloomberg.