Ríkislögreglustjóri hefur lokið opinberri rannskókn á hendur olíufélögunum og starfsmönnum þeirra vegna refsiverðra brota í starfsemi fyrirtækjanna gegn ákvæðum samkeppnislaga, segir í tilkynningu.

Ríkisögreglustjóri sendi ríkissaksóknara rannsóknargögn og niðurstöðu rannsóknar efnahagsbrotadeildar til ávörðunar þann 17. nóvember, segir í tilkynningunni.

?Rannsókn ríkislögreglustjóra hófst síðari hluta ársins 2003. Rannsóknin er umfangsmikil og skipta rannsóknargögn á annan tug þúsunda blaðsíðna og ætluð brotatilvik hundruðum. Í þágu rannsóknar málsins voru yfirheyrðir um 80 einstaklingar í um það bil 150 yfirheyrslum, segir í tilkynningu ríkislögreglustjóra.