Skjálfandafljót í Þingeyjarsýslu hefur bæst í sölusafn Laxá. Í frétt á vef Laxá segir að áin sé þekkt fyrir stórlaxa og staðreyndin sé sú, þótt fæstir viti af því, að Skjálfandafljót hafi alltaf verið á topp 15-20 yfir aflahæstu ár Íslands en veiðileyfi hafi ekki verið á opnum markaði fyrr en nú.

Meðalveiði síðastliðinna ára hafi verið á bilinu 500-900 laxar en oftast í kringum 600 laxar á aðeins sex stangir. Það þýðir að meðalveiði sé fleiri en einn lax á stöng á dag sem þyki gott í allflestum ám.