Hamborgarakeðjan Burger King ætlar sér að opna 1.000 nýja staði í Kína á næstu fimm til sjö árum. Tilkynnt var um áætlanir Burger King eftir að samið var við Kurdgoglu fjölskylduna, sem er stærsti leyfishafi Burger King, og fjármögnunarfyrirtækið Cartesian Capital. Þetta kemur fram í frétt BBC um málið.

Burger King er í dag með 63 staði í Kína á meðan helsti keppinautur þeirra, McDonalds, er með 1.400 staði. Fleiri skyndibitakeðjur hafa líka haft augastað á að nýta sér stækkandi hóp millistéttarfólks í Kína.