Fyrsta fimm stjörnu hótelið mun opna í Reykjavík síðar í þessum mánuði. Hótelið verður í Tryggvagötu, þar sem Pelsinn var áður til húsa. Morgunblaðið greinir frá opnun hótelsins í dag.

Hótelið mun heita Black Pearl. Íbúðirnar eru samtals tíu og verða fjórtán innan skamms. Eigandi hússins er Hollendingurinn Klaas Hol, sem keypti tólf íbúðir af 24 í svarta húsinu að Tryggvagötu 18. Það var upphaflega reist af Karli Steingrímssyni.

Rekstur verður í höndum hjónanna Carla Matias og Marco Silva en þau eru frá Portúgal.