Þetta félag, Heilsumóttakan, er fyrirtæki sem mun veita heilbrigðisþjónustu. Þetta verður annars vegar móttaka lækna og heilbrigðisstarfsmanna og hins vegar verða þetta mjög fullbúnar skurðstofur. Svo er möguleiki á stuttum innlögnum fyrir sjúklinga og síðan geta þessir sjúklingar sem fara í gegnum aðgerðir hjá okkur átt kost á að leggjast inn á sjúkrahótelið,“ segir Sigríður Snæbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Heilsumóttökunnar sem til stendur að opna í húsnæði sem áður hýsti Broadway í Ármúla.

Félag utan um Heilsumóttökuna er nýstofnað þótt hugmyndin hafi komið fram áður, en það er EVA consortium, sem einnig rekur Sinnum heimaþjónustu, sem er móðurfélagið. Sigríður er m.a. fyrrverandi forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Hún segir einnig að verði aðstaða til endurhæfingar í miðstöðinni og kapp verði lagt á að hafa aðstöð­una aðlaðandi og búna nýjustu tækjum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .