Háskólabúðin hefur opnað verslun í Háskólanum í Reykjavík, en þar verður á boðstólnum fjölbreytt mat- og drykkjarvara auk ýmissa annarra nauðsynjavara. Búðin verður opin frá 7 á morgnana og fram eftir kvöldi. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Árni Pétur Jónsson, forstjóri 10-11 sem á og rekur verslunina, segir að að rík áhersla verði lögð á hraða þjónustu svo nemendur geti gripið með sér mat og drykk og nýtt svo dýrmætan tíma í lærdóm.

„Við höfum að markmiði að uppfylla óskir nemenda og starfsfólks HR um fjölbreytt vöruframboð og opnunartíma. Við verðum með fjölbreyttar veitingar og vörur til sölu sem henta nemendum mjög vel, til dæmis heilsurétti frá Ginger og sushi frá Osushi. Eins munum við leggja áherslu á að nemendur geti keypt sér mat bæði snemma á morgnana og seint á kvöldin,“ segir Árni.

Elísabet Erlendsdóttir, formaður Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík, kveðst hæstánægð með opnun búðarinnar:

„Við erum ótrúlega ánægð með þessa nýju þjónustu við nemendur í Háskólanum í Reykjavík. Hér er ört stækkandi háskólasamfélag og því hefur verið mikil eftirspurn eftir verslun sem þessari. Háskólinn hefur verið þekktur fyrir góða þjónustu við nemendur og við kunna að meta það að hlustað sé á óskir þeirra,“ segir hún.