*

föstudagur, 29. maí 2020
Erlent 12. maí 2020 11:25

Musk opnar án samþykkis yfirvalda

Verksmiðjur Tesla í Kaliforníu opna aftur í dag í trássi við bann yfirvalda.

Ritstjórn
Elon Musk, stofnandi Tesla, hefur framleiðslu á ný
european pressphoto agency

Elon Musk send frá sér tíst í gærkvöldi, þar sem hann sagðist ætla að hefja bílaframleiðslu í Kaliforníu á ný þrátt fyrir bann yfirvalda á svæðinu. Hefur Musk höfðaði mál gegn Alameda-sýslunni í Kaliforníu til þess að fá banninu aflétt. Í stað þess að bíða eftir úrskurði ákvað hann að hefja framleiðslu á nýjan leik í dag og sagði að ef yfirfvöld hygðust skerast í leikinn gætu þau handtekið hann sjálfan. 

Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, leyfði á fimmtudaginn takmarkaða iðnframleiðslu en tók fram að að endanleg ákvörðun væri í höndum hverrar sýslu fyrir sig. Samkvæmt tölvupósti sem Reuters komst í tjáði Musk starfsfólki sínu að ákvörðunin um að hefja framleiðslu á ný hafi verið tekin vegna tilkynningar Newsom. 

Lögreglan á svæðinu segist vera meðvituð um stöðuna en ætli að bíða eftir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda sýslunnar, sem segjast vera í stöðugum samskiptum við Tesla.   

Musk hótaði einnig í gær að flytja höfuðstöðvar Tesla frá Kaliforníu til Texas eða Nevada.

Stikkorð: Kalifornía Tesla Elon Musk kórónuveira