Laugardaginn 17. júní opnar sérhæfð verslun með dróna frá framleiðandanum DJI. Við opnun DJI búðarinnar verða kynntar tvær nýjungar; DJI Googles og DJI Spark. DJI Googles eru drónagleraugu sem hönnuð eru til að fá fyrstu persónu sjónarhorn af flugi DJI dróna. Í gleraugunum er hágæða skjár, langdræg og hnökralaus þráðlaus tenging og fjarstýring til að taka myndir og video. Með allra nýjustu tækni gefa gleraugun algjörlega nýja vídd og upplifun í drónaflugi. DJI Spark er nýjasti og léttasti dróninn frá DJI, einn snjallasti og minnsti dróninn á markaðnum. DJI Spark verður seldur í takmörkuðu magni að því er kemur fram í fréttatilkynningu.

Fyrstu 20 viðskiptavinirnir sem mæta í búðina fá gjöf frá DJI og fyrstu 20 viðskiptavinirnir sem kaupa DJI Phantom eða DJI Osmo series fá auka rafhlöðu í kaupauka. Fyrstu 100 sem mæta fá happdrættismiða þar sem í verðlaun verða Mavic Pro dróni, DJI Goggles og 2 stk. af Osmo Mobile. Það er því til mikils að vinna. Allir viðskiptavinir fá sérstök afsláttarkjör á opnunardaginn. 10% afsláttur verður af Phantom 4 Pro, Mavic Pro og Osmo vörulínunni.