Mikill uppgangur hefur verið hjá framkvæmdafyrirtækinu Wedo frá því að það var stofnað í fyrravor. Orri Helgason, viðskiptastjóri og einn stofnenda Wedo, segir að erfiðlega hafi gengið að skilgreina fyrirtækið sökum þess hve víðþætt starfsemin sé og því sé það kallað framkvæmdahús. Sérstaða Wedo liggur fyrst og fremst í því að geta boðið viðskiptavinum sínum upp á margs konar leiðir til framkvæmdar hvort sem það tengist markaðssetningu, stefnumótun í markaðsmálum, hönnun vörumerkja, vef- og farsímalausnir eða markaðs- og vefráðgjöf fyrir allar stærðir og gerðir fyrirtækja.

Svissneska fyrirtækið red.dot, sem er í eigu Guillaume Schaer, gekk nýlega til liðs við Wedo og mun í kjölfarið taka upp sama nafn. Í kjölfarið hefur Wedo opnað skrifstofu í Sviss og vinnur þar af leiðandi að ýmsum verkefnum á erlendum vettvangi.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.