Tvö ný apótek hafa verið opnuð á síðustu vikum í eigu Lyfja og heilsu. Gamla apótekið var opnað á Hofsvallagötu í Vesturbænum og Apótekarinn hefur verið opnað í Hafnarfirði.

Karl Wernersson, eigandi Lyfja og heilsu, segir að ákveðið hafi verið að skipta apótekinu sem áður var á Hofsvallagötu í tvennt en við hlið þess opnar innan tíðar kaffihús. „Þetta er lítið apótek sem hentar hentar vel nútíma apóteki. Þetta er í retro anda með tekk hurðum og hillum, í þessum gamla anda. Nafnið vísar líka í vörurnar okkar frá Gamla apótekinu,“ segir Karl en apótekið er rekið undir því nafni, Gamla apótekið.

Í Hafnarfirði opnaði Apótekarinn 6. ágúst síðastliðinn í Helluhrauni þar sem Bónus og ÁTVR eru til húsa.