Félagið Lindarhvoll ehf. hefur opnað vef þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um starfsemi félagsins.

Líkt og áður hefur verið greint frá var Lindarhvoll ehf. stofnað þann 15. apríl 201 en tilgangur félagsins er að annast umsýslu, fullnustu og sölu, eftir því sem við á, á eignum ríkissjóðs.

Félagið, sem er að fullu í eigu ríkissjóðs, mun hafa það hlutverk að annast umsýslu með og fullnusta þær eignir sem lagðar eru til ríkissjóðs sem hluti af svokölluðu stöðugleikaframlagi fjármálafyrirtækja, þ.e. aðrar en eignarhluti í Íslandsbanka sem færast til Bankasýslu ríkisins.