Íslensku Vefverðlaunin verða afhend í tólfta sinn þann 8.febrúar í Eldborgar sal Hörpunnar og mun Ólafur Ragnar Grímsson, Forseti Íslands, afhenda verðlaunin. Í tilkynningu kemur fram að verðlaunin séu jafnframt uppskeruhátíð vefiðnaðarins og allra þeirra sem í honum starfa.

Tilnefningar eru öllum opnar og verður hægt að tilnefna vefi fram til 22. janúar. Tilnefningar fara fram á www.svef.is.

Flokkarnir sem verðlaun eru veitt fyrir:

  • Besti sölu- og kynningarvefurinn (yfir 50 starfsmenn)
  • Besti sölu- og kynningarvefurinn (undir 50 starfsmenn)
  • Besti þjónustu- og upplýsingavefurinn
  • Besta markaðsherferðin á netinu
  • Besti smá- eða handtækjavefurinn
  • Besti afþreyingar- og/eða fréttavefurinn
  • Besta blog/efnistök/myndefni
  • Frumlegasti vefurinn
  • Besta útlit og viðmót
  • Besti íslenski vefurinn

Samtök vefiðnaðarins (SVEF) eru fagsamtök þeirra er starfa að vefmálum á Íslandi. SVEF sér árlega um framkvæmd Vefverðlaunanna, en vefverðlaunin voru fyrst haldin árið 2000. Í tilkynningunni kemur fram að félagsmenn SVEF séu hátt í 300 talsins en gegnum árin hafa vel yfir 500 manns verið félagar í SVEF.