Heilbrigðisráðuneytið tilkynnti í dag um að opnað hefði verið fyrir umsóknir á lokunarstyrkjum. Lokunarstyrkir eru ætlaðir fyrirtækjum sem þurftu að stöðva starfsemi samkvæmt tilmælum heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar.

Í tilkynningunni segir að stjórnvöld veita þessum aðilum styrki til að bæta upp hluta tekjufalls og hjálpa þeim að standa undir föstum kostnaði sem fallið hefur til í rekstri þeirra.

Lokunarstyrkir miða við 800 þúsund krónur á hvern starfsmann en hámarksstyrkur hvers fyrirtækis nemur 2,4 milljónum króna. Áætlað heildarumfang lokunarstyrkjanna nemur 2,5 milljörðum króna.

Skilyrði fyrir lokunarstyrkjunum eru að fyrirtæki hafa þurft að loka starfsemi vegna sóttvarnarregla, orðið fyrir 75% tekjufalli í apríl á milli ára, haft að minnsta kosti 4,2 milljónir króna í tekjur árið 2019, vera í skilum með skatta og vera ennþá í rekstri.

Á vefsíðunni vidspyrna.island.is kemur fram að styrkir verði greiddir eigi síður en tveimur mánuðum eftir að fullnægjandi umsókn var skilað í rafræna umsóknarkerfinu. Umsóknarfrestur styrkjanna er til 1. september næstkomandi.

Sótt er um styrkinn á þjónustuvef Skattsins og finna má leiðbeiningar um hvernig fylla eigi út umsóknina hér .