Rannís
Rannís
© Axel Jón Fjeldsted (VB MYND/AXEL JÓN)
Opnað hefur verið fyrir umsóknir vegna skattafrádráttar rannsókna- og þróunarverkefna(R&D) fyrir árið 2011. Fyrirtæki með rannsókna- og þróunarverkefni, sem unnin eru á árinu 2011, hafa tækifæri fram til 1.september 2011 til að sækja um staðfestingu hjá Rannís að um R&D-verkefni sé að ræða. Ef verkefni fær staðfestingu sem rannsóknar- eða þróunarverkefni á fyrirtækið rétt á 20% frádrætti frá tekjuskatti fyrirtækisins. Ef fyrirtækið greiðir ekki tekjuskatt er frádrátturinn greiddur út er fram kemur á vef Samtökum iðnaðarins.

Lágmarkskostnaður, þ.e. frádráttarbær rekstrarkostnaður, við verkefni sem sótt er um skattfrádrátt á er 1 milljón króna en hámark kostnaðar við útreikning er 100 milljónir króna fyrir fyrirtækið í heild. Hámarkið hækkar þó upp í 150 milljónir króna ef um aðkeypta R&Þ í verkefninu er að ræða.

Endurskoðandi, skoðunarmaður eða viðukenndurbókari staðfestir endanlega kosttnað verkefni og sendir greinargerð með skattskýrslu félagsins. Árinu 2010 voru 132 verkefni staðfest af Rannís.