Þorgrímur Jóelsson og Atli Björgvinsson vinna nú hörðum höndum að opnun litboltavallar á Húsavík. Þorgrímur segir að hugmyndin hafi verið lengi í vinnslu en hann var úti á túni þegar Viðskiptablaðið hafði samband, að vinna að vellinum sem er við Ásgarð. Hægt verður að leigja byssur og spila á vellinum frá og með 1. júní. Að sögn Þorgríms eru byssurnar á leið til landsins frá Bretlandi.

Þorgrímur og Atli Björgvinsson stofnuðu Litboltafélag Húsavíkur sf. í lok mars síðastliðnum, en þeir eru báðir búsettir á Húsavík. Samkvæmt firmaskrá er tilgangur félagsins „að efla félagslíf í litlu samfélagi og að auka aðgengi að íþróttinni á öruggan hátt“. Spurður um áhuga bæjarbúa á litboltasportinu segir Þorgrímur að það hafi í raun komið á óvart hversu góð við- brögðin hafi verið við fyrirhugaðri opnun vallarins. Þorgrímur hyggst hafa völlinn opinn eftir vinnutíma og bjóða upp á litbolta fyrir óvissuferðir og aðra sem vilja.