Þann 30. júní nk. mun Byr Skrifstofuþjónusta opna skrifstofuhótel í Austurmörk 4, Hveragerði. Um er að ræða annað hótelið af þremur sem ætlunin er að opna innan vébanda verkefnisins Sunnan3 ? rafrænt samfélag. Fyrsta hótelið var opnað á Selfossi í febrúar s.l.

Markmiðið með uppbyggingu skrifstofuhótela er að koma til móts við þarfir íbúa sem starfa á höfuðborgar- svæðinu, en vilja og hafa tök á því að vinna hluta vinnutíma síns í heimabyggð. Um er að ræða fullkomna skrifstofu-aðstöðu með öflugu háhraðasambandi og hvetjandi vinnuumhverfi. Kostir skrif-stofuhótels eru augljósir fyrir starfsfólk sem þarf að sækja vinnu fjarri heima-byggð. Hér er einnig um að ræða mögu-leika á hagræðingu fyrir vinnuveitendur í lækkun skrifstofukostnaðar. Að auki getur skrifstofuhótel haft jákvæð samfélagsleg áhrif þar sem það getur dregið úr umferð í tengslum við atvinnusókn, mengun og slysahættu.