*

mánudagur, 19. apríl 2021
Erlent 15. júlí 2020 11:12

Oprah og Jay-Z kaupa í Oatly

Fjárfestahópur, sem inniheldur meðal annars Blackstone, hefur keypt 10% hlut í sænska mjólkurframleiðandanum Oatly.

Ritstjórn
epa

Sænska fyrirtækið Oatly, sem framleiðir vegan-mjólk úr höfrum, tilkynnti í gær að fjárfestahópur, sem inniheldur Blackstone Group og stjörnur á borð við Oprah Winfrey, Jay-Z og Natalie Portman, hafi keypt 200 milljóna dollara hlut í fyrirtækinu, sem jafngildir 28 milljörðum íslenskra króna. BBC segir frá

Oatly, sem var stofnað árið 1994, átti innreið inn á bandaríska markaðinn fyrir fjórum árum. Vegan-mjólkurvörurnar reyndust vera svo vinsælar að það myndaðist skortur af þeim á lagerum. 

Fyrirtækið opnaði sína fyrstu verksmiðju í Bandaríkjunum árið 2018 og áætlar að opna aðra í ár.  Vörur þess eru seldar í rúmlega 50 þúsund verslunum í tuttugu löndum. 

Búist er við að sala á haframjólk muni aukast verulega á komandi árum vegna aukins mjólkurofnæmis og áhyggja af neikvæðum áhrifum mjólkurframleiðslu á umhverfið. Sala Oatly nam 200 milljónum dollara í fyrra en fyrirtækið stefnir á að tvöfalda töluna á næsta ári. 

Kaup fjárfestingahópsins nemur um 10% hlut í sænska fyrirtækinu sem myndi gefa því markaðsvirði upp á tvo milljarða dollara, samkvæmt frétt WSJ

Stikkorð: Oprah Winfrey Jay-Z Oatly Natalie Portman