Hundruð kvartana hafa borist yfirvöldum í New York um að verð á nauðsynjavörum hafi margfaldast í aðdraganda og kjölfar þess að fellibylurinn Sandý reið þar yfir.

Á vef breska ríkisútvarpsins, BBC, er haft eftir Eric Schneiderman, ríkissaksóknara í New York, að stór hluti kvartana hafi verið vegna hækkaðs olíuverðs. Bannað er samkvæmt lögum að hækka verð á nauðsynjavörum í New York og gildir þar einu hvort neyðarástand ríkir eða ekki.

Auk bensínverðs hefur verið kvartað yfir hækkuðu verði á hótelgistingu en fjöldi íbúa borgarinnar, og nærliggjandi svæðis, þurftu að flýja heimili í sín vegna Sandýjar. Schneiderman hefur varað borgarbúa við óprúttnum aðilum sem reyna að notfæra ástandið sem nú ríkir. Hann hefur jafnframt sagt að embætti sitt muni rannsaka allar ásakanir um okur.