Optima ehf. í Reykjavík hefur keypt Bedco & Mathiesen ehf. sem er innflutningsfyrirtæki á sviði skrifstofubúnaðar. Í tilkynningu kemur fram að Bedco & Mathiesen ehf. samanstendur af fyrirtækjunum E.Th.Mathiesen hf sem var stofnað 1960 og Bedco hf. sem var keypt 1991. Framkvæmdastjóri Optima ehf. er Þorsteinn A.Guðnason.

Þessi fyrirtæki voru sameinuð 1993 í fyrirtækið Bedco & Mathiesen ehf. Fyrirtækið starfaði í Bæjarhrauni 10 í Hafnarfirði en flytur nú skrifstofur, sýningaraðstöðu, viðgerðarverkstæði og vörulager í aðsetur Optima ehf. við Vínlandsleið 6 ? 8 í 113 Reykjavík. Bedco & Mathiesen ehf. sérhæfði sig í sölu og þjónustu á skrifstofubúnaði, s.s. Rosengrens öryggis- og peningaskápum, Scancoin og Billcon mynt- og seðlatalningavélum, Bisley skjalaskápum og stálhirslum og annarri vöru fyrir stofnanir og fyrirtæki. Eigendur þess voru Jens G. Einarsson og Árni S. Mathiesen.

Optima ehf. var stofnað 1953 og hefur aðalstarfsemi þess verið innflutningur og sala á prenttækjum og ljósritunarvélum. Með þessum kaupum áætlar fyrirtækið að fastsetja sig en frekkar á fyrrgreindum markaði og bjóða viðskiptavinum sínum uppá auknar framtíðarlausnir hér eftir sem hingað til.


Ráðgjafar ehf, Garðastræti 36, 101 Reykjavík voru kaupanda og seljanda til ráðgjafar í viðskiptunum.