Í níu mánaða uppgjöri Orkuveitu Reykjavíkur kemur fram að endurmat var framkvæmt vegna dreifikerfis í lok september. Í reikningnum er því haldið fram að það sé hluti af reglubundnu endurmati eigna fyrirtækisins.

„Endurmatið leiddi til hækkunar á bókfærðu verði eigna fráveitu og kalds vatns að fjárhæð 6.679 milljónir kr. Endurmat var síðast framkvæmt á dreifikerfinu í árslok 2008. Ekki var grundvöllur til endurmatshækkana á öðrum eignaflokkum," segir í uppgjörinu.

Framangreind hækkun er færð á sérstakan endurmatsreikning meðal eigin fjár. Vegna þessa er eiginfjárstaða OR betri en í stefndi.  Eiginfjárhlutfall var 18,7% þann 30. september 2011 en var 18,4% í árslok 2010.