Samningar hafa tekist um kaup Orkuveitu Reykjavíkur á vatns- og hitaveitu Stykkishólmsbæjar. Verðmæti Orkuveitu Stykkishólms hefur verið metið á 615 milljónir króna og þegar búið er að draga frá skuldir að upphæð 365 milljónun króna og taka tillit til lækkunar á gjaldskrá fær sveitarfélagið um 50 milljóna króna greiðslu við söluna. Lækkun á verði heita vatnsins er metin til um 200 mkr. virðis fyrir íbúa veitusvæðisins.

Húshitunarkostnaður á veitusvæðinu mun lækka um allt að 35% þann 1. september næstkomandi.