*

mánudagur, 2. ágúst 2021
Innlent 2. febrúar 2006 12:44

Þór Kristjánsson segir sig úr stjórn Straums-Burðaráss

býður sig fram til setu á bankaráði Landsbankans

Ritstjórn

Þór Kristjánsson, stjórnarmaður í Straumi-Burðarás Fjárfestingabanka, hefur boðið sig fram til setu í bankaráð Landsbanka Íslands, segir í tilkynningu til Kauphallar Íslands.

Kosið verður á aðalfundi bankans sem fram fer þann 4. febrúar næstkomandi.

Af því tilefni hefur hann sagt sig úr stjórn Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka frá og með 4. febrúar næstkomandi, að því gefnu að hann verði kjörinn í bankaráðið, segir í tilkynningunnil.