Það ætti líklega að vera áramótaheiti um hver áramót að taka til í ríkisbúaskapnum en það var einmitt það sem Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Verslunarráðs, setti fram sem sitt áramótaheiti. Þór verður gestur Viðskiptaþáttarins í dag og verður rætt við hann um flest það helsta sem er á döfinni í íslensku viðskiptalífi um þessar mundir en óhætt er að segja að það hafi einkennst af óvenju mikilli djörfung og dug.

Seinni gestur minn í dag neyddist til að skipta um nafn á fyrirtæki sínu eftir að hæstiréttur hafði fjallað um málið. Þegar rætt var við hann fyrr í dag sagði hann að nýja nafnið væri eina rétta nafnið og var bara ánægður með breytinguna! Hreggviður Jónsson, fyrrverandi forstjóri PharmaNor og núverandi forstjóri Vistor, verður gestur í seinni hluta Viðskiptaþáttarins.

Þátturinn er endurfluttur kl. eitt í nótt.