Fram kemur í Fréttablaðinu að á sama tíma og Orkuveita Reykjavíkur hafi verið að selja eignir sem ekki tengist kjarnastarfsemi fyrirtækisins sé sumarhús sem fyrirtækið á við Þingvallavatn ekki sett á sölulista.

„Í gegnum tíðina hafa hitaveitustjórar og síðar forstjórar Orkuveitunnar haft ráðstöfunarrétt yfir húsinu. Húsið hefur verið lítið notað undanfarinn áratug eða svo sökum ástands þess,“ segir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, í samtali við Fréttablaðið.

Kemur þó fram að bústaðurinn sýnist í afbragðs standi, nýklæddur að utan með veglegt gasgrill á veröndinni.