Þór Sigfússon, formaður Samtaka atvinnulífsins tekur vel í þær hugmyndir ríkisstjórnarinnar að erlendir kröfuhafar eignist hlutafé í nýju bönkunum.

Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins.

Aðspurður sagði Þór að erlendir bankar ættu í raun bankana í dag, þeir ættu kröfur í bankana.

„Ég tel mjög æskilegt að við reynum að stuðla að því að þeir eignist hlut, ef ekki stóran hlut í þessum bönkum [ríkisbönkunum] vegna þess að þannig eignumst við aftur vini í útlöndum,“ sagði Þór.

Þá sagði Þór að æskilegra væri að koma bönkunum í eigu aðila sem kynnu að reka bankastarfssemi frekar en að þeir væru í eigu ríkisins.