Forsetar og formenn aðildarsamtaka BUSINESSEUROPE (Evrópusamtaka atvinnulífsins) hittust á fundi í París föstudaginn 5. desember og ræddu m.a. um efnahagsástandið við Sarkozy, forseta Frakklands og Barroso, forseta framkvæmdastjórnar ESB.

Þetta kemur fram á vef Samtaka atvinnulífsins (SA) en Þór Sigfússon, formaður SA, ávarpaði fundinn og tók undir þá skoðun fundarmanna að mikilvægt væri að varast verndarstefnu í lengstu lög þar sem frjáls markaður sé undirstaða hagsældar.

Þá kemur fram að forseti BUSINESSEUROPE hefur sent Sarkozy og Barroso bréf þar sem samtökin hvetja til þess að leiðtogaráð ESB taki réttar ákvarðanir á fundi sínum í lok vikunnar svo flýta megi endurreisn atvinnulífsins við þær erfiðu aðstæður sem nú ríki.

Sjá nánar á vef SA en þar má meðal annars nálgast bréfið í heild sinni.