Vilmundur Jósefsson hefur tekið við sem formaður Samtaka atvinnulífsins (SA), en Þór Sigfússon, sem verið hefur í leyfi frá formennsku í samtökunum frá 9. júlí, hefur ákveðið að víkja formlega úr sæti formanns.

Á vef SA kemur fram að nýr varaformaður verður kosinn á næsta stjórnarfundi SA í stað Vilmundar en formannskjör mun fara fram í aðdraganda aðalfundar SA vorið 2010.   Í bréf til Vilmundar, sem birt er á vef SA, segir Þór að nú sé ljóst að rannsókn á afrifum Sjóvár muni taka lengri tíma en hann hafði hugsað og því hafi hann tekið ákvörðun um að víkja formlega úr sæti formanns SA.

Sjá nánar á vef SA en þar er einnig hægt að lesa bréfið í heild sinni.